Fellibylurinn stefnir á austurströnd Bandaríkjanna og í gærkvöld sat Donald Trump forseti fund hjá almannavarnastofnuninni FEMA þar sem rædd voru viðbrögð og ráðstafanir.
Trump sagði Dorian einn öflugasta fellibyl sem vitað væri um. Áhrifa frá honum yrði að gæta hundruð kílómetra frá miðju hans og yrði vart löngu áður en hann kæmi að landi í Bandaríkjunum.
Yfirvöld í Flórída, Georgíu, Suður- og Norður-Karólínu hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins. Hundruðum þúsunda manna hefur verið gert að forða sér frá strandhéruðum áður en óveðrið skellur á af fullum þunga.