Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Minnst 13 látin af völdum Bulbul

11.11.2019 - 00:32
Erlent · Hamfarir · Asía · Bangladess · Indland
epa07983031 Vessels are anchored after water transport was suspended at the Sadar Ghat Launch terminal in Dhaka, Bangladesh, 09 November 2019. According to the Bangladesh Inland Water Transport Authority (BIWTA) and Bangladesh Meteorology Department, the suspended inland water transport in approaching of Cyclone Bulbul, after the cyclone made landfall in the world's largest mangrove forest Sundarbans and passes through the coastal areas in Khulna and West Bengal state.  EPA-EFE/MONIRUL ALAM
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Að minnsta kosti þrettán eru látin og yfir tvær milljónir urðu að yfirgefa heimili sín vegna hvirfilbylsins Bulbul sem fór yfir strandsvæði Bangladess og Indlands um helgina. Tugir eru slasaðir og þúsundir heimila ónýt. Vindhraði náði allt að 33 metrum á sekúndu að sögn BBC.

Sex létu lífið í Bangladess, þar af fimm þeirra eftir að tré féllu á þá. Yfirvöld telja að komið hafi verið í veg fyrir fleiri dauðsföll með því að rýma strandsvæðin í tæka tíð. Óttast er um afdrif tveggja fiskiskipa sem ekki skiluðu sér til hafnar áður en óveðrið skall á. Yfir 30 eru um borð í skipunum.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV