Minnst 13 fórust í fellibylnum

05.12.2019 - 09:05
epa08041691 Villagers walk next to a fallen tree in Naga city, Camarines Sur province, Philippines, 03 December 2019. At least four people have been reportedly killed after Typhoon Kammuri hit northern Philippines with violent winds and heavy rainfall that have also forced the cancellation of hundreds of flights at Manila's international airport and the evacuation of hundreds of thousands of people. Kammuri has also affected the hosting of the Southeast Asian Games in which the competitions of some eight disciplines have been postponed or suspended, the organization announced.  EPA-EFE/JONNEL MARIBOJOC
Fellibylurinn Kammuri olli víða miklu tjóni. Þessi mynd var tekin í borginni Naga. Mynd: EPA-EFE - EPA
Minnst þrettán fórust af völdum fellibylsins Kammuri á leið hans yfir Filippseyjar í vikunni. Yfirvöld í Manila greindu frá þessu í morgun, en sögðust óttast að að fleiri hefðu farist.

Þau sögðu að um 1.200 heimili hefðu eyðilagst í óveðrinu og að 135 skólar hefðu orðið fyrir skemmdum. Bændur hefðu orðið fyrir miklu tjóni og væri það talið geta numið jafnvirði tveggja milljarða króna.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi