Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Minningarstund frestað vegna veðurs

16.01.2015 - 18:02
Mynd með færslu
 Mynd:
Minningarstund sem halda átti í Súðavíkurkirkju klukkan hálf átta í kvöld í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því snjóflóð féll á byggðinga, hefur verið frestað til klukkan tvö á morgun, vegna slæms veðurs og snjóflóðahættu. Lokað hefur verið um Súðavíkurhlíð og Flateyrarveg vegna snjóflóðahættu.

Vegir um Eyrarhlíð og Flateyrarveg voru opnir að nýju klukkan fimm síðdegis, en verður lokað í kvöld klukkan sjö, til morguns.

Séra Ásta Ingibjörg Pétursdóttir, sóknarprestur Súðavíkurhrepps, heldur utan um minningarstundina á morgun og séra Magnús Erlingsson flytur hugvekju. Pétur G. Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps verður með stutt ávarp og Sigrún Pálmadóttir, sópransöngkona og Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, tónlistarmaður flytja tónlist. Eftir stundina verður boðið upp á súpu, brauð og kaffi á veitingastaðnum Jóni Indíafara.