
Flytjandi og textahöfundur
Nafn: Haukur Heiðar Hauksson
Aldur: 32 ára
Fyrri störf: Söngvari, píanóleikari og gítarleikari í hljómsveitinni Diktu. Starfa einnig sem læknir, er að klára sérnám í heimilislækningum og vinn nú um stundir á Barnaspítala Hringsins.
Forsaga lagsins: Ég samdi nýjan texta sem mér fannst passa betur í þessa keppni.
Höfundur lags og texta:
Nafn: Karl Olgeir Olgeirsson
Aldur 42 ára
Fyrri störf: Ég hef unnið við tónlist í hljóðverum, sjónvarpi, útvarpi, leikhúsum og á tónleikasviðum.
Forsaga lagsins: Lagið var samið í fyrra upp úr þurru. Haukur samdi nýjan texta sem er frábær og stendur mér nærri, ég fékk að klára viðlagið með honum.
Milljón augnablik
sit og sef á grænni grein
og týni tímanum
veit þó vel að hún mun kannski
brotna’ á endanum
ég óska mér
að vera hér
hjá þér alla tíð
hvert sem ég fer
ég leita’ að þér
mun finna þig um síð
ég veit ekki hvernig sagan fer
né hvenær lýkur leið
ég veit við fáum milljón augnablik
hvert augnablik ég eiga vil með þér
fjarlægð litar fjöllin,
fyllir huga minn af þrá
en nálægð málar málverkið
sem mig langar að sjá