Míkróplast í neytendavörum endar í hafinu

Mynd með færslu
 Mynd:

Míkróplast í neytendavörum endar í hafinu

22.01.2015 - 15:05
Á dögunum bárust fréttir af því að stjórnvöld í nokkrum Evrópulöndum hefðu sent sameiginlega áskorun til umhverfisráðherra allra Evrópusambandslandanna þar sem skorað er á þá að beita sér fyrir banni gegn notkun míkróplasts í neytendavörur, sérstaklega snyrtivörur og þvottaefni.

Stefán Gíslason segir nánar frá þessu og bendir neytendum á leiðir til að sneiða hjá vörum með míkróplasti, t.d. með því að velja Svansmerktar vörur eða að ná sér í app í símann sem les strikamerki vöru og segir til um hvort í henni er míkróplast.  Slóðin á appið er :

http://www.beatthemicrobead.org.