Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Miklir gróðureldar á Grænlandi

14.08.2017 - 16:31
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot af Twitter
Miklir gróðureldar geisa á tveimur svæðum á vesturströnd Grænlands, nærri Nassuttooq og Amitsorsuaq. Yfirvöld hafa varað fólk við að vera á ferli nærri gróðureldunum, enda leggur frá þeim mikinn reyk sem getur reynst fólki hættulegur. Unnið er að því að hindra frekari útbreiðslu þeirra. Ekki er talið að eldarnir brenni út á næstu dögum.

 

Sumir gróðureldarnir hafa geisað frá því í lok júlí. Miklir hitar hafa verið á Grænlandi í sumar. Hitamet féll á fimmtudag í síðustu viku þegar 24,8 stiga hiti mældist á Grænlandi.

 

Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV