Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Miklar frosthörkur í Norður-Noregi

07.01.2016 - 22:18
epa02478204 A mystical winter mood scene is seen at Sollihoegda, near the Norwegian capital Oslo, on 03 December 2010. It has in the past few days been very cold in many parts of the country and it is reported that these temperatures will continue in the
Vetrarmynd frá Noregi. Mynd: EPA - SCANPIX NORWAY
Geysilegt frost hefur mælst í norðanverðri Skandinavíu síðasta sólarhring og hefur kuldinn haft talsverð áhrif á íbúa. Í bæjunum Karasjok og Kautokeino í Finnmörku í Norður-Noregi fór frostið niður í 40 gráður í dag.

Yfirvöld ákváðu að fella skólaakstur niður því óttast var að börn gæti kalið ef skólabíllinn bilaði í kuldanum. Sá ótti var ekki ástæðulaus því tvær rútur með rússneska ferðamenn gáfu sig á þessum slóðum en öllum farþegunum var komið í öruggt skjól. Íbúar Finnmerkur eru ýmsu vanir í þessum efnum, mesta frost sem mælst hefur á svæðinu er í kringum 50 gráður.

Guðjón Helgason
Fréttastofa RÚV