Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Mikill viðbúnaður á Laugardalsvelli

11.10.2019 - 17:22
Mynd: Guðmundur Bergkvist / Rúv
Mikill viðbúnaður er á Laugardalsvelli vegna leiks íslenska karlalandsliðsins og Frakka, heimsmeisturum karla í fótbolta, klukkan 18.45 í dag. Undirbúningurinn hefur staðið í þrjá daga. Um 26 myndavélar eru á staðnum, 45 starfsmenn sem koma að útsendingunni og 110 franskir fjölmiðlamenn.

Leikurinn er hluti af undankeppni EM 2020 og skiptir bæði lið miklu máli. Bein útsending RÚV frá leiknum hefst klukkan 18.10.  Fréttir í sjónvarpi verða klukkan 21:10 og fréttayfirlit klukkan 18:00.