Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Mikil skjálftavirkni en engin merki um gosóróa

30.09.2016 - 06:11
Mynd með færslu
 Mynd:
Nærri 200 skjálftar hafa mælst í Kötlu síðasta sólarhring. Þrír þeirra mældust yfir þrjá að stærð í nótt, sá stærsti varð klukkan 04:41 og mældist 3,7 að stærð. Tilkynningar bárust til Veðurstofu frá Langadal um að sá skjálfti hafi fundist þar. Allir skjálftarnir eru grunnir. Stöðug skjálftavirkni var í nótt með aukinni virkni á milli. Rétt eftir miðnætti jókst virknin og á milli 04:30 til 05:00 var mikil virkni.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu hefur enn enginn gosórói mælst og engin merki eru um jökulhlaup. Áfram verður fylgst með stöðunni á Veðurstofunni og farið yfir hana á stöðufundi í dag.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV