Nærri 200 skjálftar hafa mælst í Kötlu síðasta sólarhring. Þrír þeirra mældust yfir þrjá að stærð í nótt, sá stærsti varð klukkan 04:41 og mældist 3,7 að stærð. Tilkynningar bárust til Veðurstofu frá Langadal um að sá skjálfti hafi fundist þar. Allir skjálftarnir eru grunnir. Stöðug skjálftavirkni var í nótt með aukinni virkni á milli. Rétt eftir miðnætti jókst virknin og á milli 04:30 til 05:00 var mikil virkni.