Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Mikil aukning í notkun geðlyfja

21.11.2014 - 03:53
Mynd með færslu
 Mynd:
Tauga- og geðlyfjum er nú ávísað sjötíu prósent oftar en fyrir tíu árum. Íslendingar nota mest af þunglyndislyfjum af öllum þjóðum innan OECD.

Árið 2013 fengu 39 þúsund ávísað þunglyndislyfjum og 34 þúsund svefnlyfjum og róandi að minnsta kosti einu sinni. Þetta kemur fram í samantekt sem Landlæknisembættið hefur nú birt. 

Algengasta svefnlyfið á Íslandi er zopiklón. Það á ekki að nota nema í 2-4 vikur í senn, samkvæmt sérlyfjaská. Margir fái  því hins vegar ávísað í mjög langan tíma, jafnvel árum saman.