Athugið þessi frétt er meira en 13 ára gömul.

Mikið öskufall í Skaftártungu

12.05.2010 - 07:42
Mynd með færslu
 Mynd:
Mikið öskufall hefur verið í Skaftártungu frá því í nótt. Halldór Magnússon, bóndi á Ytri Ásum, segir gjóskuna dökka, nánast svarta, og grófa og hún leggist yfir allt. Öskufallið hafi verið stöðugt í rigningu í alla nótt. Veðurstofan spáir öskufalli austur og suðaustur af Eyjafjallajökli í dag. Millilandaflug og innanlandsflug virðist með eðlilegum hætti, fyrir utan að ekki er flogið til Vestmannaeyja.