Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Mikið mannfall í Úkraínu

29.08.2014 - 10:46
epa04341651 A Ukrainian tank drives on the outskirts in the eastern Ukrainian city Slaviansk, Ukraine, 05 August 2014. Much of the fighting in eastern Ukraine has been on the border with Russia, which Ukrainian government forces want to safeguard to
 Mynd:
Sameinuðu þjóðirnar segja að mannfall sé mikið í hörðum bardögum í Austur-Úkraínu, sem nú standa milli uppreisnarmanna og stjórnarhers Úkraínu á þéttbýlum svæðum. Um 2.600 hafa nú týnt lífi í átökunum.

Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna segir að frá miðjum apríl til 27. ágúst hafi 2.593 manns látið lífið á  átakasvæðunum. Upplýsingar séu um víðtæk mannréttindabrot mannrán og pyntingar.  

Obama Bandaríkjaforseti segir að Rússar beri alla ábyrgð á hernaðinum í Úkraínu. Þeir hafi þjálfað og kostað uppreisnarmenn. NATO segir að að minnst akosti 1.000 rússneskir hermenn séu á átakasvæðunum. Leiðtogar NATO hafa verið boðaðir til neyðarfundar um Úkrínu í næstu viku.

Pútín  forseti Rússlands bar í morgun lof á hernað uppreisnarmanna en hvatti þá jafnfram til að leyfa umkringdum úkraínskum hermönnunum að fara frá bænum Novoazovsk til að komast hjá blóðsúthellingum og leyfa að særðir úkraínskir hermenn fái læknishjálp. Gengi rússnesku rúblunnar féll mikið í morgun gagnvart dollara þar sem líkur eru taldar á að vestræn ríki herði á refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi.