Miðstjórn fundar þegar Sigmundur snýr aftur

16.04.2016 - 11:16
Mynd með færslu
 Mynd: Hilmar Kári Hallbjörnsson - RÚV
Miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins verður haldin um mánaðamótin maí/júní. Þetta er niðurstaða fundar landsstjórnar flokksins sem fundaði gær. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, greinir frá þessu á Facebook.

Þar segir hún að fundað verði þegar formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, snúi aftur úr leyfi og „...haft tækifæri til að hitta flokksfélögin til að skýra mál sitt.“ Á miðstjórnarfundinum verður tekin ákvörðun um það hvort landsfundi flokksins verði flýtt eða ekki.

asgeirjo's picture
Ásgeir Jónsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi