Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Miðflokkur og Píratar bæta við sig fylgi

02.12.2019 - 18:18
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Bæði Miðflokkurinn og Píratar bæta við sig fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Fylgi Samfylkingar minnkar hins vegar.

Fylgi annarra flokka breytist lítið milli mánaða í nýjum þjóðarpúlsi Gallups.  

Fylgi flokka í Þjóðarpúlsi Gallup

Þjóðarpúls Gallup 2. desember 2019 samanborið við kosningaúrslit 2017.

Sjálfstæðisfl.
25,3%
21,7%
Samfylkingin
12,1%
15,8%
Vinstri græn
16,9%
13,6%
Miðflokkurinn
10,9%
12,9%
Viðreisn
6,7%
10,8%
Píratar
9,2%
10,3%
Framsóknarfl.
10,7%
7,8%
Fl. fólksins
6,9%
3,9%

Aðrir
0%
3,2%

Heimild: Netkönnun sem Gallup gerði dagana 28. október til 1. desember 2019. Heildarúrtaksstærð var 11.663 og þátttökuhlutfall var 53,2%. Vikmörk á fylgi við flokka eru 0,1-1,2%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.

Tæplega 22% þeirra sem taka afstöðu segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði kosið í dag. Fylgi Samfylkingarinnar minnkar um rösklega prósentustig og er nú tæplega 16%. Þá segjast tæplega 14% myndu kjósa Vinstri græn. Miðflokkurinn bætir við sig rúmu prósentustigi og nær 13% segjast myndu kjósa flokkinn ef kosningar til Alþingis færu fram í dag. Tæplega 11% myndu kjósa Viðreisn og rúmlega 10% Pírata, en flokkurinn bætir einnig við sig rúmlega prósentustigi. Tæp 8% myndu kjósa Framsóknarflokkinn, nær 4% Flokk fólksins og 3% Sósíalistaflokk Íslands. 

Um helmingur þeirra sem taka afstöðu segist styðja ríkisstjórnina. Tæplega 12% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa og 10% taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp. 

Niðurstöðurnar eru úr netkönnun sem Gallup gerði dagana 28. október til 1. desember 2019. Heildarúrtak var 11.663 og var þátttökuhlutfall 53,2%. Vikmörk á fylgi við flokka eru 0,1-1,2%. Einstaklingarnir voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. 

milla.osk's picture
Milla Ósk Magnúsdóttir
Fréttastofa RÚV