Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Metfjöldi í Vatnajökulsþjóðgarði

12.05.2013 - 20:28
Mynd með færslu
 Mynd:
Aldrei hafa komið jafnmargir ferðamenn í Vatnajökulsþjóðgarð og í fyrra. Sérstaka athygli vekur mikil fjölgun að vetri til sem hefur leitt til þess að eftirspurn eftir ferðum á jökla og í íshella hefur stóraukist.

Þetta eru góð tíðindi fyrir þá sem eru að byggja upp ferðaþjónustu á svæðinu. En það er skuggahlið á þessari þróun. Reyndir fjallaleiðsögumenn á svæðinu segja að í vaxandi mæli komi ferðaþjónustufyrirtæki með heilu rúturnar af ferðafólki sem er hleypt á jökulinn án fjallaleiðsögumanna sem þekkja svæðið. 

„Ég hef sjálfur til dæmis hitt leiðsögumenn, sem sagt með leiðsögupróf frá Leiðsöguskólanum en ekki neina þjálfun í jöklamennsku sem eru komnir inn á Svínafellsjökul með hóp af fólki og eru ekki með neinn öryggisbúnað, ekki einu sinni sjúkratösku,“ segir Einar Torfi Finnson, deildarstjóri hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum. 

Nú sem stendur eru engin lög til um menntun og reynslu leiðsögumanna í jöklaferðum.  Og þótt tekið sé á öryggismálum í fyrirliggjandi lagafrumvarpi um ferðamál þá geta liðið 4-5 ár frá gildistöku þar til þau fara að virka til fulls.

Fjallað var um jöklaferðir í Landanum.