Metaðsókn var í strandblaki á Unglingalandsmóti Ungmennafélags Íslands, UMFÍ, á Höfn í Hornafirði sem er nú í fullum gangi. Aðsóknin var svo mikil að setja þurfti upp nýjan völl fyrir strandblak á innan við sólarhring fyrir mótið. Alls 99 lið tóku þátt í 200 leikjum í strandblaki, það er um 100 prósent aukning frá því í fyrra þegar 52 lið spiluðu.