Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Metaðsókn í strandblaki á Unglingalandsmótinu

Mynd með færslu
 Mynd: UMFÍ
Metaðsókn var í strandblaki á Unglingalandsmóti Ungmennafélags Íslands, UMFÍ, á Höfn í Hornafirði sem er nú í fullum gangi. Aðsóknin var svo mikil að setja þurfti upp nýjan völl fyrir strandblak á innan við sólarhring fyrir mótið. Alls 99 lið tóku þátt í 200 leikjum í strandblaki, það er um 100 prósent aukning frá því í fyrra þegar 52 lið spiluðu.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ungmennafélagi Íslands. 

Mynd með færslu
 Mynd: UMFÍ

Áætlað er að þátttakendur mótsins séu um þúsund, öll á aldrinum 11 til 18 ára. Í tilkynningunni er vakin athygli á góðri þátttöku stráka á aldrinum 16 ára til 18 ára. Um 6.000 gestir eru í bænum þessa helgina. 

Mótið hefur farið vel fram og engar óvæntar uppákomur hafa verið. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flutti ávarp á opnunarkvöldi hátíðarinnar á föstudag. Þá hefur Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, tekið virkan þátt í mótinu með dætrum sínum tveimur, að því er fram kemur í tilkynningunni. 

 

helenars's picture
Helena Rós Sturludóttir
Fréttastofa RÚV