Met slegið í umferð á höfuðborgarsvæðinu í maí

07.06.2019 - 07:58
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Um fimm prósent aukning var á umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í maí síðastliðinn miðað við maí í fyrra. Samkvæmt frétt af vef Vegagerðarinnar er það nýtt met og mun meiri aukning en varð á síðasta ári í sama mánuði þegar umferðin jókst um 2,6 prósent miðað við árið þar á undan, 2017.

Samkvæmt þremur lykil mælisniðum Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu jókst umferðin í Ártúnsbrekku mest, eða um tæp sjö prósent. Minnst jókst umferðin á Hafnafjarðarvegi við Kópavogslæk, um tæp tvö prósent. Mest var ekið á föstudögum í maí en minnst á sunnudögum. 

Umferðin frá áramótum hefur aukist um tæp tvö prósent sem er minni aukning en í fyrra þegar umferðin hafði aukist um 3,1 prósent frá áramótum miðað við árið á undan, 2017. 

helenars's picture
Helena Rós Sturludóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi