Mesta álag á heilbrigðiskerfið um miðjan apríl

19.03.2020 - 22:46
epa08307036 A healthcare worker puts on protective goggles at a drive-through COVID-19 coronavirus sample collection site in Arlington, Virginia, USA, 19 March 2020. The location, run by the Virginia Hospital Center and Arlington County, requires an appointment for a swab to be taken and then tested at a separate location.  EPA-EFE/SHAWN THEW
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Búist er við því að fyrir lok maí hafi um 1000 manns á Íslandi verið greindir með COVID-19, en talan gæti náð rúmlega 2000 miðað við svartsýnustu spá.

Vísindamenn frá Háskóla Íslands, Embætti Landlæknis, og Landspítala unnu spálíkan fyrir sóttvarnarlækni um líklega þróun faraldursins á Íslandi. Líkanið getur nýst við ákvarðanatöku um viðbrögð og skipulag heilbrigðisþjónustu.

Mesta álag á heilbrigðisþjónustuna vegna sjúkrahúsinnlagna af völdum Covid 19 er talið verða um eða eftir miðjan apríl, þegar gert er ráð fyrir að um 40 manns verði inniliggjandi. Svartsýnasta spáin er 120 einstaklingar. 

Búist er við því að um ellefu einstaklingar veikist það alvarlega að þeir þarfnist gjörgæslu á tímabilinu en svartsýnasta spá er 50 einstaklingar. Hafa ber í huga að vegna fámennis geta tölurnar um fjölda greindra tilfella breyst mikið frá degi til dags sem hefur áhrif á niðurstöður spálíkansins. Líkanið verður þó stöðugra eftir því sem á líður. 

bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi