Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Mest jafnrétti á Íslandi

24.10.2012 - 04:06
Mynd með færslu
 Mynd:
Ísland er í efsta sæti, fjórða árið í röð, í árlegri úttekt Alþjóða efnahagsráðsins, WEF, á stöðu jafnræðis karla og kvenna í heiminum.

Norðurlöndin raða sér í efstu sætin líkt og áður. Finnland er í öðru sæti, Noregur í því þriðja og svo fylgja Svíþjóð, Írland, Nýja Sjáland og Danmörk. Tsjad, Pakistan og Jemen eru í þremur neðstu sætunum.

Úttektin tekur til 135 ríkja eða þorra jarðarbúa og kynjamunurinn kannaður á fjórum sviðum, það er á sviði fjármála, svo sem launamunar og þátttöku á vinnumarkaði; á sviði menntamála; á sviði stjórnamálaþátttöku og á sviði heilbrigðismála.