Merkur fornleifafundur á Englandi

29.04.2016 - 08:46
epa02255543 Archeologist from the Costarican National Museum, do an escavation at a indigenous cementary located in 'Tres Rios de Cartago', 20 kilometers from San Jose, capital of Costa Rica. On 20 July 2010.  EPA/Jeffrey Arguedas
 Mynd: EPA - EFE
Breskir fornleifafræðingar hafa fundið 3.000 ára gamalt bronsaldarhús óvenju vel varðveitt og ríkulegt að gripum. Húsið sem var hringlaga tréhús, fannst í árfarvegi í Peterborough í Cambridgeshire á Englandi.

Auk vel varðveitts timburverks hafa fundist mikið að fágætum forngripum, skartgripir, spjót og dálkar úr bronsi, matarílát, drykkjarbollar, gler perlufestar, vefnaðar vara og kopar snælda með þræði.

Húsið er best varðveitta íveruhús sem fundist hefur frá bronsöld á Bretlandseyjum. Það stóð á stólpum úti í ánni Nene og sökk í ána við eldsvoða og varðveittist í botnleðju árinnar.

Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi