Merkingin farin að skolast til

Mynd með færslu
 Mynd:

Merkingin farin að skolast til

10.10.2013 - 17:00
Sjálfbærni er nýlegt orð í íslenskum orðaforða og hefur haft skýrt skilgreinda merkingu í umhverfisfræðum. Til að hægt sé að tala um sjálfbærni verður tiltekið ferli að vera ásættanlegt í umhverfislegu, samfélagslegu og efnahagslegu tilliti. Margir virðast þó nota hugtakið með mun frjálslegri hætti.

Um það vitnar t.a.m. nýleg frétt þar sem talað var við Anton Vasiliev, sendiherra og fastafulltrúa Rússlands hjá Norðurskautsráðinu, þar sem talað var um sjálfbært og umhverfisvænt í sömu andrá.

Stefán Gíslason skýrir mismunandi merkingu þessara orða í Sjónmáli í dag.

Sjónmál  fimmtudaginn 10. október 2013