Mengunarmóða liggur yfir Delí

03.11.2019 - 14:16
epa07966704 An Indian farmer burns crop stubble in a farm at a village on the outskirts of Amritsar, India, 02 November 2019. The air quality in Amritsar and surrounding areas has remained deteriorated since the past few days with haze engulfing the region. National capital New Delhi as well is struggling with heavily polluted air. According to media reports, the air quality hit 'severe levels' in the past several days. Delhi Chief Minister Arvind Kejriwal has stated that the state governments of Punjab and Haryana are forcing the farmers to burn paddy stubble which is the cause of rising pollution levels in Delhi.  EPA-EFE/RAMINDER PAL SINGH
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Loftmengun í Delí hefur verið mjög mikil undanfarið og í dag segja yfirvöld að hún sé hættuleg. Eiturgufur hafa legið yfir indversku borginni um skeið og nú er svo komið að skólum hefur verið lokað, flugi beint frá borginni og byggingarvinna liggur niðri þar sem varla sér út úr augum.

Á vef BBC breska útvarpsins kemur fram að styrkur hættulegra agna í loftinu  er langt yfir heilsuverndarmökum og um sjöfalt meiri en í kínversku höfuðborginni Peking þar sem oft er miður loftgott.  Á föstudag var dreift fimm milljón grímum til skólabarna.

Borgaryfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi og í dag kröfðust ungmenni í Delhi þess að gripið verði til aðgerða. Á þessum tíma árs brenna bændur sinu og hálm af ökrum og sótið þaðan á sinn þátt í menguninni, flugeldar sem kveikt var í í tilefni Diwali hátíðarhalda í síðustu viku bættu ekki úr skák og útblástur bifreiða og frá framkvæmdum á líka sök. 

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi