Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Mengun rauk yfir 6000 á Höfn

22.10.2014 - 04:57
Mynd með færslu
 Mynd:
Töluverð gosmengun úr eldgosinu í Holuhrauni mældist á Höfn í Hornafirði nú á fimmta tímanum í morgun. Styrkur brennisteinsdíoxíðs í andrúmsloftinu mældist um 6000 míkrógrömm á rúmmetra um klukkan hálffimm.

Engin föst mælistöð er á Höfn, er þar er fólk með handmæla frá Umhverfisstofnun til að mæla gildi brennisteinsdíoxíðs. Mengun yfir 2.000 míkrógrömmum telst óholl, samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun. Sennilegt er að allir fái einkenni í öndunarfæri og fólki er ráðlagt að loka gluggum, hækka í ofnum og halda sig innandyra.