Melania gagnrýnir harða innflytjendastefnu

18.06.2018 - 00:55
In this June 13, 2018 photo, Nicole Hernandez, of the Mexican state of Guerrero, holds on to her mother as they wait with other families to request political asylum in the United States, across the border in Tijuana, Mexico. The family has waited for
 Mynd: AP
Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, kallar eftir því að látið verði af harðri stefnu í garð ólöglegra innflytjenda þar í landi, þar sem börn innflytjendanna eru skilin frá foreldrum sínum. Hún leggur þannig orð í belg í umræðu um harða stefnu eiginmanns síns en á undanförnum sex vikum hafa um tvö þúsund fjölskyldur verið skildar í sundur. Fregnir af börnum innflytjenda sem ekki fá að gista með foreldrum sínum hafa vakið hneyksli í Bandaríkjunum.
First lady Melania Trump speaks during a discussion with students regarding the issues they are facing in the Blue Room of the White House in Washington, Monday, April 9, 2018. (AP Photo/Manuel Balce Ceneta)
 Mynd: AP
Melania segir að stýra eigi landinu með hjartanu.

Fullorðnir sem reyna að leggja leið sína yfir bandarísku landamærin frá Mexíkó eru margir teknir höndum og ákærðir fyrir að koma sér ólöglega til landsins. Á meðan réttað er yfir hinum follorðnu eru börn þeirra hýst í sérstökum miðstöðvum fjarri foreldrum sínum. Hundruð barna eru nú í slíkum miðstöðvum og hafa mannréttindasamtök gagnrýnt ástandið harðlega. Margir þeirra fullorðnu, sem koma yfir landamærin, gera það til að leita hælis, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins, BBC.

FILE - In this June 15, 2018 file photo, Chris Olson, of Lake Wallenpaupack, Pa., holds a sign outside Lackawanna College where U.S. Attorney Jeff Sessions spoke on immigration policy and law enforcement actions, in Scranton, Pa. The Trump administration&
 Mynd: AP
„Höldum krökkunum - sendum rasistana úr landi.“

Melania er þeirrar skoðunnar að lögum þurfi að fylgja en jafnframt að stýra eigi landinu með hjartanu. Þetta er haft eftir talskonu bandarísku forsetafrúnnar. Þá segir Melania að vonandi geti báðir stóru flokkar landsins komið saman í málinu. Donald Trump Bandaríkjaforsteti kennir demókrötum um löggjöfina sem leiðir af sér þessa hörðu stefnu og hvetur þá til að vinna með repúblíkönum að nýrri löggjöf. 

Fréttamaður BBC segir að það sé óljóst hvaða lög demókrata hann eigi við. Bent hefur verið á að aðskilnaður fjölskyldnanna sé nýlunda sem Jeff Sessions dómsmálaráðherra tók upp á og þurfti ekki samþykki þingsins til þess.

Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi