Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Meirihlutinn bætir við sig í borginni

Mynd með færslu
 Mynd:
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur bætir við sig fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Samfylkingin fengi rúm 34% atkvæða og sex borgarfulltrúa en Björt Framtíð rúm 22% og fjóra borgarfulltrúa.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei áður fengið jafn lítil fylgi í borginni, mældist með 21,5% og fengi þrjá borgarfulltrúa. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Talsverðar breytingar hafa orðið frá síðustu könnun.

Fylgi Framsóknarflokksins og flugvallarvinna hefur minnkað og mælist nú rúm 3% en Píratar og Vinstri græn myndu fá einn borgarfulltrúa hvor flokkur. Félagsvísindastofnun Háskólans gerði könnunina dagana tólfta til fimmtánda maí. 1200 tóku þátt en svarhlutfall var 66%.