Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Meirihluti ber ekki traust til Alþingis

21.08.2013 - 13:05
Mynd með færslu
 Mynd:
Meirihluti svarenda, eða um 76 prósent, í net- og símakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands bera lítið eða alls ekkert traust til Alþingis.

Í þeim hópi voru karlar aðeins líklegri en konur til að bera alls ekkert traust til þingsins. Lagðar voru 18 spurningar fyrir tilviljunarúrtak í Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar annars vegar og hins vegar voru umræður í tveimur rýnihópum meðal fólks sem treystir Alþingi lítið. 

14 prósent svarenda í net- og símakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sögðust bera traust til Alþingis. Könnunin var gerð fyrir Alþingi í febrúar og mars síðastliðnum. Rúmlega einn af hverjum tíu, eða um 12 prósent báru frekar mikið traust til þingsins. Tæp 2 prósent báru mjög mikið eða fullkomið traust til Alþingis. 14 prósent svarenda sögðust bera traust til Alþingis.