Fjarðalistinn og Framsókn og óháðir komust að samkomulagi um málefnasamning um myndun meirihluta í Fjarðabyggð fyrir komandi kjörtímabil. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flokkunum. Samningurinn verður kynntur fyrir félögum framboðanna og undirritaður fyrir fyrsta fund nýrrar bæjarstjórnar Fjarðabyggðar 11. júní.