Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Meirihlutasamstarf samþykkt í Fjarðabyggð

Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Fjarðalistinn og Framsókn og óháðir komust að samkomulagi um málefnasamning um myndun meirihluta í Fjarðabyggð fyrir komandi kjörtímabil. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flokkunum. Samningurinn verður kynntur fyrir félögum framboðanna og undirritaður fyrir fyrsta fund nýrrar bæjarstjórnar Fjarðabyggðar 11. júní.

Eydís Ásbjörnsdóttir, oddviti Fjarðalistans, verður formaður bæjarráðs og Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknar og óháðra, verður forseti bæjarstjórnar. Flokkarnir sammæltustu um að staða bæjarstjóra Fjarðabyggðar verði auglýst.

Jafnrétti og jöfnuður verður grundvöllur samstarfs flokkanna, segir í fréttatilkynningunni. Allar ákvarðanir verða teknar með hliðsjón af hagsmunum íbúa og fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV