Meiri mengun af streymisveitum en geisladiskum

epa06560998 Spotify logo is presented on a smart phone screen in Berlin, Germany, 24 February 2018. According to the media, Spotify co-founder Daniel Ek does not want to lose control of the upcoming IPO of the world's largest music subscription
 Mynd: EPA

Meiri mengun af streymisveitum en geisladiskum

09.04.2019 - 15:29

Höfundar

Tónlistarneysla hefur breyst og þróast gríðarlega á undanförnum áratugum í átt að auknu netstreymi og minnkandi umbúðanotkun. Margir myndu halda að það væri betra fyrir umhverfið en sú er ekki raunin.

Tónlistarvefurinn Pitchfork segir frá því að samkvæmt niðurstöðum rannsóknar við Háskólann í Glasgow hafi plastnotkun í tónlistarbransanum hrunið en engu að síður hafi tónlistarneysla aldrei gefið frá sér jafnmikið af gróðurhúsalofttegundum og nú. Árið 2000, þegar geisladiskasala var í hámarki, notaði iðnaðurinn 61 milljón kílóa af plasti í framleiðsluna en 2016 var sú tala komin niður í átta milljónir kílóa.

Önnur mynd blasir þó við þegar orkan sem fer í gagnageymslu og flutning sem fylgir streymisveitum eins og Spotify hefur verið umreiknuð í gróðurhúsalofttegundaígildi. Þá kemur í ljós að árið 2000 gaf tónlistarframleiðsla og neysla frá sér um 157 milljón kíló af gróðurhúsalofttegundum en 2016 var framleiðslan bara í Bandaríkjunum verið milli 250 og 300 milljón kíló.

Samhliða því sem útblástur gróðurhúsalofttegunda af tónlistarneyslu hefur aukist hefur kostnaður neytenda minnkað. Árið 1997 voru neytendur reiðubúnir að verja um 5% af tekjum sínum í tónlist, en árið 2016 vörðu þeir rétt rúmlega einu prósenti sem veitir þeim aðgang að gríðarstórum tónlistarsöfnum á streymisveitum.

Tengdar fréttir

Tónlist

Spotify sér eftir ritskoðunarstefnu

Popptónlist

Spotify endurskoðar ritskoðunarstefnu

Tónlist

Notendur Spotify þreyta próf

Bókmenntir

Gefur út ljóðabók á Spotify