Meira um andoxunarefni í lífrænt ræktuðu

Mynd með færslu
 Mynd:

Meira um andoxunarefni í lífrænt ræktuðu

14.07.2014 - 16:44
Nýlega var í New York Times sagt frá nýrri rannsókn sem sýnir að lífrænt ræktað grænmeti, ávextir og korn innihalda meira af andoxunarefnum en matvæli þar sem notuð eru hefðbundin varnarefni við ræktunina. Í niðurstöðum er ekkert fullyrt um heilsubætandi áhrif þessa, það þyrfti að skoða sérstaklega.

Þess er þó getið að aðrar rannsóknir bendi til þess að andoxunarefni tengist minni líkum á krabbameinum og ýmsum öðrum sjúkdómum. 

Stefán Gíslason fer yfir málið í Sjónmáli í dag. 

Sjónmál mánudaginn 14. júlí 2014