Meira en milljarður horfði á HM í Frakklandi

epa07701704 USA's Megan Rapinoe celebrates with USA's Alex Morgan (L) after scoring during the final match between USA and Netherlands at the FIFA Women's World Cup 2019 in Lyon, France, 07 July 2019.  EPA-EFE/IAN LANGSDON
 Mynd: EPA

Meira en milljarður horfði á HM í Frakklandi

18.10.2019 - 18:00
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, birti í dag áhorfstölur frá heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta í sumar. Aldrei hafa fleiri horft á HM kvenna í fótbolta.

FIFA birti í dag tölur úr ítarlegri greiningu á áhorfi á HM kvenna í Frakklandi í sumar. Á heimasíðu sambandsins kemur fram að um 1,12 milljarður manna hafi horft á mótið.

Í tilkynningu FIFA segir að lungi áhorfenda hafi horft á mótið í línulegri sjónvarpsdagskrá á heimili sínu, eða 993,5 milljónir. Töluverður fjöldi hafi einnig horft á mótið í gegnum streymisveitur.

Áhugi á HM var samkvæmt tölunum töluvert meiri í ár heldur en á HM í Kanada 2015 en þar sem 30% aukning varð á áhorfi á mótið, frá 764 milljónum það ár.

82,18 milljónir horfðu á Bandaríkin vinna Holland í úrslitum í París en aldrei hafa fleiri horft á úrslitaleik á heimsmeistaramóti kvenna. Til samanburðar horfðu 52 milljónir á úrslitaleikinn 2015.