Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Mega mismuna þar til einhver fer í mál

10.07.2014 - 17:27
Mynd með færslu
 Mynd:
Varla verður úr því skorið hvort það er skýrt lögbrot að rukka útlendinga meira fyrir flugfargjald en Íslendinga, nema einstaklingur sem telji á sér brotið höfði dómsmál gegn fyrirtækinu og jafnvel íslenska ríkinu.

Þetta er mat lögfræðinga sem fréttastofa RÚV hefur rætt við í dag. Þeim ber ekki saman um hvort framferði stjórnenda flugfélagsins Ernis, sem rukkar útlendinga allt að tvöfalt hærra verð heldur en útlendinga, sé skýrt lögbrot. Þeir eru þó sammála um að það geti verið brot á EES-samningnum. Forstjóri fyrirtækisins telur sig í fullum rétti, enda sé flug á vegum félagsins niðurgreitt fyrir skattfé Íslendinga.