Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Meðferðin á Magnitsky fordæmd

27.08.2019 - 10:07
epa07166802 The courtroom in the European Court of Human Rights (ECHR) is seen ahead of the judgment regarding the case of Russian opposition leader Alexei Navalny against Russia at the court in Strasbourg, France, 15 November 2018. The case deals with the arrest of Alexei Navalny on seven occasions at different public gatherings, and his subsequent prosecution for administrative offences.  EPA-EFE/PATRICK SEEGER
Mannréttindadómstóll Evrópu. Mynd: EPA-EFE - EPA
Mannréttindadómstóll Evrópu fordæmdi í morgun meðferð rússneskra yfirvalda á endurskoðandanum Sergei Magnitsky, sem lést í haldi lögreglu í nóvember 2009. 

Magnitsky var handtekinn í nóvember 2008 sakaður um skattsvik, eftir að hafa tjáð sig um umfangsmikil fjársvik og misferli rússneskra embættismanna.

Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að Magnitsky hefði sætt illri meðferð í fangelsi og verið neitað um læknisaðstoð. Dómarar fordæmdu einnig réttarhöld yfir Magnitsky sem fram fóru að honum látnum, þar sem hann var sakfelldur.

Mál Magnitskys vakti mikla athygli og hörð viðbrögð á Vesturlöndum. Bandaríkjaþing samþykkti árið 2012 frumvarp til laga kennt við Magnitsky sem ætlað var til að refsa þeim sem bæru ábyrgð á dauða hans.