Með kattafælni og logandi hræddur að fara í jólaköttinn

Mynd: RÚV / RÚV

Með kattafælni og logandi hræddur að fara í jólaköttinn

19.12.2019 - 08:30
Fælni eða fóbíur eru grafalvarlegt mál. Svo illa vill til að Jafet Máni er logandi hræddur við ketti, eins og áhorfendur sem fylgdust með honum í tíunda þætti jóladagatalsins, tóku eflaust eftir.

Jólakötturinn er hræðilegur óvættur, gráðugur og grimmur en samkvæmt jólakattakvæði Jóhannesar úr Kötlum, lendir sá sem ekki fær nýja flík um jólin beint í gini kattarins. 

Samkvæmt vef Þjóðminjasafnsins er uppruni jólakattarins óljós en hann á sér hliðstæður í öðrum löndum, svo sem jólahafurinn á Norðurlöndunum. 

Mikil hugarfarsbreyting sem orðið hefur í umhverfismálum undanfarin ár stóreykur kaup fólks á notuðum flíkum. Kaup á notuðum flíkum fyrir jólin hlýtur þó að vekja upp spurningar um hvaða viðmið jólakötturinn sjálfur hefur. Þarf flíkin einungis að vera ný fyrir kaupandann eða þarf hún að vera glæný og ónotuð beint úr verksmiðjunni? Og tekur maður sénsinn á að lenda kannski í kjafti kisu?

Jólakortið er jóladagatal RÚV núll í ár. Nú er nítján þáttum lokið en þá er tilvalið að horfa á þá alla í spilaranum hér, frelsi símafélaganna eða á samfélagsmiðlum RÚV núll

Tengdar fréttir

Ekkert verra að hafa tvö jólatré á 30 fermetrum

Gott að vera góður um jólin

Erfitt að þvinga einhvern í jólaskap

Hverskyns hreyfing góð við jólastressinu