Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Með kakkalakka sem gæludýr

18.09.2014 - 11:35
Mynd með færslu
 Mynd:
Tollverðir lögðu hald á þrjá Madagaskar-kakkalakka í plasíláti nýverið. Erlendur ferðamaður, sem kom hingað til lands með Norrænu, var eigandi kakkalakkanna en hann kvað þá vera gæludýr sín. Unnusta hans hefði endilega viljað að hann tæki þá með sér svo honum leiddist ekki dvölin á Íslandi.

Innflutningur lifandi dýra er bannaður samkvæmt lögum og voru því kakkalakkarnir teknir af manninum.