Tollverðir lögðu hald á þrjá Madagaskar-kakkalakka í plasíláti nýverið. Erlendur ferðamaður, sem kom hingað til lands með Norrænu, var eigandi kakkalakkanna en hann kvað þá vera gæludýr sín. Unnusta hans hefði endilega viljað að hann tæki þá með sér svo honum leiddist ekki dvölin á Íslandi.