Matthías Máni í einangrun í hálfan mánuð

24.12.2012 - 11:55
Mynd með færslu
 Mynd:
Yfirheyrslur eru að hefjast yfir strokufanganum Matthíasi Mána Erlingssyni sem gaf sig fram í morgun eftir að hafa verið í felum í viku. Hann er kominn aftur á Litla Hraun þar sem hann verður í einangrun í allt að hálfan mánuð.

Þetta staðfesti Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður fangelsins á Litla Hrauni.  

Matthías flúði af Litla Hrauni fyrir sléttri viku með því að skríða undir girðinguna við fangelsið og hefur hans verið leitað síðan.   Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að Matthías hafi verið vel út búinn þegar hann gaf sig fram.  „Hann hafi verið útbúinn nánast eins og Rambó,“  og vísar þar til einnar frægustu persónu sem kvikmyndaleikarinn Sylvester Stallone lék í samnefndum kvikmyndum.