Matt Lauer sakaður um nauðgun

10.10.2019 - 06:44
epa06358523 (FILE) - Matt Lauer, host of the Today Show, smiles during an appearance at a NBC Town Hall during a broadcast of the Today Show in Rockefeller Plaza in New York, New York, USA, 21 April 2016 (issued 30 November 2017). Matt Lauer, leading morning news anchor for NBC, has been fired due to sexual misconduct allegations the broadcast company announced on 29 November 2017.  EPA-EFE/PETER FOLEY
 Mynd: EPA
Fyrrverandi sjónvarpsmaðurinn Matt Lauer þvertekur fyrir ásökun um nauðgun, sem birt er í nýrri bók fjölmiðlamannsins Ronan Farrow. Í bókinni Catch and Kill, sem er væntanleg í næstu viku, greinir Farrow frá því að Lauer hafi brotið gegn þáverandi samstarfsoknu sinni, Brooke Nevils, í kringum Ólympíuleikana í Sochi árið 2014.

Lauer var rekinn frá NBC sjónvarpsstöðinni í nóvember 2017 eftir kvörtun frá samstarfsmanni um óeðlilega kynferðislega hegðun. Hann stýrði lengi morgunfréttum sjónvarpsstöðvarinnar. Nevils tjáði Farrow að Lauer hafi brotið gegn henni á hótelherbergi í Sochi. Farrow hefur eftir henni að Lauer hafi boðið henni inn í hótelherbergið sitt. Hún hafði drukkið sex vodkaskot fyrr um kvöldið, en hún kveðst ekki hafa haft neina ástæðu til þess að gruna Lauer um nokkuð annað en að vera vingjarnlegur við hana miðað við fyrri kynni sín af honum.

Nevils segir Lauer hins vegar hafa hrint henni á rúmið um leið og þau komu inn í herbergið, snúið henni yfir á magann og spurt hvort henni líkaði endaþarmsmök. Farrow hefur eftir Nevils að hún hafi neitað því nokkrum sinnum. Lauer hafi hins vegar ekki látið segjast, og troðið lim sínum í endaþarm hennar. Hún segir það hafa veirð einkar sársaukafullt. Farrow hefur eftir henni að hún hafi hætt að segja nei, og grátið hljóðlega í kodda á rúminu. Þegar Lauer hafi spurt hana hvort henni líkaði þetta hafi hún sagt já. Nevils segir að henni hafi blætt dögum saman eftir þetta.

Þessi saga úr bókinni er birt á vef Variety. Lauer sendi vefmiðlinum bréf þar sem hann segir frásögnina ranga. Hann viðurkennir að hafa haft mök við Nevils á hótelherbergi í Sochi árið 2014, en þau hafi verið með samþykki þeirra beggja. Saga Nevils sé uppfull af ósannindum og látið líta þannig út að Lauer hafi beitt ofbeldi. Ekkert sé fjær sannleikanum en það, að sögn Lauers. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi