Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Mast: Niðurstöðurnar komu á óvart

27.02.2013 - 15:07
Mynd með færslu
 Mynd:
Tvær opinberar rannsóknarstöðvar rannsökuðu þau sextán sýni sem Matvælastofnun tók til að athuga hvort hrossakjöt væri að finna í matvörum hér á landi án þess að þess væri getið í innihaldslýsingu. Ekkert slíkt kom í ljós. Hins vegar reyndist ekkert nautakjöt í nautaböku frá Gæðakokkum.

Kjartan Hreinsson hjá Matvælastofnun segir að þeir hafi fylgt öllum ströngustu reglum og þetta séu eins nákvæmar rannsóknir og völ er á. Þær séu gerðar eftir viðurkenndri tækni og sé minnsti vafi er rannsóknin endurtekinn. 

Kjartan segir þetta hafa komið á óvart.  Þetta hafi ekki verið eitthvað sem þeir hafi átt von á. Hann segir ekki ljóst hverskonar matvæli þarna hafi verið notað ; fyrstu mælingar bendi til þess að það sé af plöntu-uppruna, ekki sé þó til nákvæm vitneskja um það.