Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Marokkóskar konur rísa gegn kvennakúgun

04.10.2019 - 06:18
epa07890644 Demonstrators hold up signs during a protest calling to free Hajar Raissouni, a Moroccan journalist who was sentenced to one year in jail for an 'illegal' abortion and sexual relations outside marriage, in Rabat, Morocco, 02 October 2019. Raissouni was sentenced in a Rabat court on 30 September to one year in jail for an 'illegal' abortion and sexual relations outside marriage. Hajar Raissouni denied having an abortion, and instead claimed that she received treatment for a blood clot. The Doctor who allegedly operated the abortion was sentenced to two years in jail and two years of suspended medical license.  EPA-EFE/JALAL MORCHIDI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Marokkósk blaðakona var á dögunum dæmd til fangelsisvistar í heimalandi sínu, þar sem sannað þykir að hún hafi farið í þungunarrof. Femínistar í Marokkó taka nú höndum saman og krefjast breytinga á forneskjulegri siðferðislöggjöf landsins. Blaðakonan, hin 28 ára Hajar Rassouni, var á mánudag dæmd í árs fangelsi fyrir að hafa undirgengist þungunarrof, þrátt fyrir að hún fullyrði að það hafi hún aldrei gert.

Verjandi hennar lagði meðal annars fram fram niðurstöður blóðrannsóknar sem sýna eiga fram á að hún hafi ekki verið þunguð þegar hún leitaði til kvensjúkdómalæknis, heldur hafi hún leitað til hans vegna blóðkökks. Dómari tók ekkert mark á þeim vísindum og heldur ekki vitnisburði kvensjúkdómalæknisins, sem dæmdur var í tveggja ára fangelsi fyrir að framkvæma hið meinta þungunarrof.

Rassouni gekk hnarreist út úr réttarsalnum með sigurmerki á loft og hefur myndin af henni farið sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum í Marokkó. Hundruð kvenna hafa nú tekið höndum saman og heita því að láta ekki deigan síga þar til lög sem banna þungunarrof og náin sambönd utan hjónabands hafa verið afnumin. Tvær listakonur, rithöfundurinn Leila Slimani og kvikmyndaleikstjórinn Sonia Terrab, leiða hreyfinguna, sem kallar sig Kollektíf 490, eftir númerinu á lagagreininni sem bannar þungunarrof.

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV