Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Margrét Lára aftur til Kristianstad

Mynd með færslu
 Mynd:

Margrét Lára aftur til Kristianstad

16.12.2014 - 20:34
Margrét Lára Viðarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er gengin til liðs við sænska úrvalsdeildarfélagið Kristianstad á ný eftir árs leyfi vegna barneigna.

Margrét Lára, sem er 28 ára, er nú komin aftur af stað eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn fyrr á árinu en hún er markahæsta landsliðskona Íslands með 71 mark. Hún lék með Kristianstad frá árinu 2009 að undanskildu hálfu ári þar sem hún fór til þýska liðsins Potsdam. Þar áður átti hún góðu gengi að fagna með Val en hún er uppalin hjá ÍBV.

Margrét Lára hittir fyrir yngri systur sína Elísu hjá Kristianstad en sú síðarnefnda kom til liðsins frá ÍBV í fyrra og hefur einnig gert nýjan samning við sænska liðið.