Margrét kosinn stjórnarformaður

31.01.2015 - 16:34
Mynd með færslu
 Mynd:
Margrét Marteinsdóttir var kjörinn stjórnarformaður Bjartar framtíðar í dag. Hún tekur við af Heiðu Kristínu Helgadóttur sem tilkynnti að hún væri hætt í stjórnmálum í desember síðastliðnum.

Stjórnarformaður fer fyrir stjórn flokksins ásamt formanninum, Guðmundi Steingrímssyni, en stjórnina skipa um 80 manns. Brynhildur S. Björnsdóttir bauð sig einnig fram en Margrét sigraði hana naumlega í kosningu á aukaársfundi flokksins á Akranesi í dag. 

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi