Margir sem minnast Kobe Bryant

epa08168220 (FILE) Los Angeles Lakers Kobe Bryant (R) and team mate Shaquille O'Neal share a laugh on the bench during an exhibition game against Los Angeles Clippers at the Arrowhead Pond in Anaheim, California, USA, 23 October 2003 (reissued 26 January 2020). According to media reports former US basketball player Kobe Bryant has died in a helicopter crash in Calabasas, California, USA on 26 January 2020. He was 41.  EPA-EFE/FRANCIS SPECKER  SHUTTERSTOCK OUT
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Margir sem minnast Kobe Bryant

26.01.2020 - 22:16
Margir minnast bandarísku körfuboltagoðsagninnar Kobe Bryant sem lést langt fyrir aldur fram af slysförum í dag. Bryant sem var aðeins 41 árs lést í þyrluslysi í Kaliforníu. Þrettán ára dóttir hans, Gigi var einnig í þyrlunni og komst ekki heldur lífs af. Allir um borð í þyrlunni fórust í slysinu; flugmaðurinn og átta farþegar.

Ákveðið var að leikur Toronto Raptors og San Antonio Spurs í NBA deildinni færi fram í kvöld þó svo að körfuboltaheimurinn sé í sjokki og syrgi Kobe ákaft. Leikmenn beggja liða ákváðu að sækja ekki fram völlinn í sínum fyrstu sóknum heldur létu skotklukkuna líða á meðan áhorfendur risu á fætur, kyrjuðu nafn Kobe og klöppuðu fyrir honum. Skotklukka í körfubolta er 24 sekúndur, sem er einmitt treyjunúmerið sem Bryant lék í með Los Angeles Lakers lengst af.

Þá hafa Lakers goðsagnirnar Kareem Abdul Jabbar, Magic Johnson og Shaquille O'Neill minnst vinar síns í kvöld. Shaq og Kobe mynduðu ósigrandi tvíeyki hjá Lakers þegar þeir unnu NBA meistaratitilinn saman 2000, 2001 og 2002.

Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti syrgir Kobe sömuleiðis. Donald Trump núverandi Bandaríkjaforseti gerir það líka.

Þá hafa núverandi og fyrrverandi íþróttastjörnur um allan heim, úr hinum ýmsu íþróttagreinum einnig minnst Kobe Bryant í kvöld.