Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Margir hjúkrunarfræðingar í streitumeðferð

15.06.2019 - 08:00
Mynd með færslu
 Mynd: Wikipedia.org
Heilbrigðisstarfsfólk, svo sem hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar, mynda stærsta hluta þeirra sem eru í streitumeðferð Heilsustofnunar NLFÍ, auk annarra sem sinna umönunarstörfum.

Margrét Grímsdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunar hjá Heilsustofnuninni segir að það séu um það bil tuttugu manns á hverjum tíma hjá þeim í streitumeðferð vegna álags í starfi. Þetta séu aðallega konur en rannsóknir sýni að konur séu líklegri til að lenda í kulnun vegna þess hvernig störf þær velja auk annarra þátta.

Samkvæmt Guðbjörgu Pálsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, virðist sem það sé fækkun í stéttinni vegna álags, streitu og jafnvel kulnunar.

Greint var frá því fyrr í vikunni að niðurstöður rannsóknar við HÍ sýndu að stór hluti hjúkrunarfræðinema fyndu fyrir mikilli streitu í námi og væru jafnvel útbrunnir vegna námsins og því líklegri til að hætta störfum við hjúkrun fyrstu árin eftir útskrift. Tölur  á Facebook síðu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sýna að einn af hverjum fimm hætti að starfa við hjúkrun innan fimm ára eftir útskrift.

Ekki náðist í talsmann Landspítalans við gerð fréttar.