Margir breytt framleiðslu til hins betra

Mynd með færslu
 Mynd:

Margir breytt framleiðslu til hins betra

11.09.2014 - 16:30
Raftækjaframleiðendur virðast margir hverjir hafa breytt framleiðsluaðferðum til hins betra í umhverfislegu tilliti. Þetta er mikilvægt í ljósi þess að raftæki hafa gjarnan innihaldið fjölda óæskilegra efna svo sem þungmálma. Dæmi eru um að um fjörutíu tegundir málma hafi fundist í einum snjallsíma.

Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur segir frá hvaða efni er helst um að ræða, og nýrri skýrslu Greenpeace um stöðuna í raftækjaframleiðslu á heimsvísu. 

Samfélagið fimmtudaginn 11. september 2014