Margföldunaráhrif efnakokteila

Mynd: Kuebi / wikipedia.org

Margföldunaráhrif efnakokteila

17.03.2015 - 10:20

Höfundar

Samkvæmt nýrri rannsókn geta líkur á krabbameini aukist verulega vegna kokteiláhrifa skaðlegra efna, sem finna má í ýmsum vörum.

Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur, fjallaði um kokteiláhrif skaðlegra efna — sem finna má í ýmsum vörum — í pistli sínum í Samfélaginu.

Töluvert er fjallað um skaðleg efni sem notuð eru í framleiðslu ýmissa neysluvara og þá ekki síst hormónaraskandi áhrif þeirra. Svonefnd kokteiláhrif felast í því að samverkandi áhrif tveggja eða fleiri efna geta verið meiri en samanlögð áhrif efnanna hvers fyrir sig.

Stefán segir fulla ástæðu til að stjórnvöld grípi inn í. Efnin komi víða að; þau geti verið í matvælum, húsgögnum, raftækjum og lengra mætti telja. Það sem neytendur geta gert sjálfir er vanda sig við innkaupin og kaupa lífrænt vottaðar og umhverfismerktar vörur, segir Stefán.

Efnakokteilar geta verið skaðlegir DNA

Rannsóknin var á vegum Háskólans í Hróarskeldu þar sem rýnt var í samverkandi áhrif akrýlamíðs og tveggja varnarefna. Rannsóknin leiddi í ljós að þrátt fyrir að magn hvers efnis um sig væri undir skilgreindum hættumörkum hafði kokteilinn mjög skaðleg áhrif á DNA í frumum.

Höfundar rannsóknarinnar leggja áherslu á að taka þurfi tillit til kokteiláhrifa þegar leyfileg hágmarksgildi einstakra efna eru ákveðin, því að gildin verði annars of há. Varrúðarreglunni skuli þannig beitt við ákvörðun hágmarksgilda.