Þetta byrjaði með því að Guðný Jónsdóttir, ein af þjálfurum liðsins, var á leiðinni heim frá Bandaríkjunum, þar sem hún hafði búið og æft íþróttina - og hana langaði til þess að geta stundað hana áfram á Íslandi. Hún stofnaði því hjólaskautaruðningsliðið Ragnarök.
Hjólaskautaruðningur, eða roller derby eins og það útleggst á ensku, er fremur harkaleg íþrótt þar sem keppendur á gamaldags hjólaskautum reyna að komast í gegnum varnarveggi mótherjanna á meðan þeir renna sér hring eftir hring innan sporöskjulaga brautar. Eða svona, eitthvað í þá áttina. Meðlimir Ragnaraka segjast kunna vel að meta hörkuna í leiknum, og sækjast reyndar sérstaklega eftir henni, jafnvel þótt það geti kostað marblett eða tvo.
Landinn fór á æfingu hjá Ragnarökum.
Þáttinn í heild er hægt að sjá hér.
Svo er Landinn á Facebook, Instagram og YouTube. Kíkið endilega á okkur þar!