Manu Dibango lést af völdum COVID-19

epa01797953 Cameroonian musican Manu Dibango performs during the second Pan-African Cultural Festival (PANAF) in Algiers, Algeria, late 17 July 2009. Algeria is hosting the second PANAF at the request of the African Union, 40 years after the north African country staged the first such event, when several nations were still struggling for independence. More than 8,000 artists and writers from all over Africa, as well as Brazil and the United States, are descending on Algeria for a huge cultural festival to take part in the event until 20 July.  EPA/MOHAMED MESSARA
Manu Dibango. Mynd: EPA

Manu Dibango lést af völdum COVID-19

24.03.2020 - 08:39

Höfundar

Manu Dibango, frumkvöðull í djass og fönk-tónlist í Afríku, lést á sjúkrahúsi í París af völdum COVID-19. Greint var frá þessu á Facebook-síðu hans í morgun. 

Dibango, sem var frá Kamerún, var lagður inn í sjúkrahús í París í síðustu viku. Hann lést í nótt 86 ára að aldri. 

Dibango átti langan tónlistarferil og starfaði með fjölda heimsþekktra tónlistarmanna í gegnum tíðina, þeirra á meðal Herbie Hancock, Don Cherry, Ladysmith Black Mambazo og Fela Kuti.

Hann hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir tónlist sína. Þekktasta lag Manu Dibango er Soul Makossa frá árinu 1972.