Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Manntjón í skjálfta á Mólúkkaeyjum

26.09.2019 - 13:54
epa07869936 Hundreds of residents stay outside buildings shortly after an earthquake in Ambon, Maluku province, Indonesia, 26 September 2019. A magnitude  6.5 earthquake hit the remote Seram island, Maluku, triggering panic. There were no immediate reports of structural damage or casualties, and no tsunami warning was issued.  EPA-EFE/IDHAM
Fólk í borginni Ambon flúði út undir bert loft þegar stóri skjálftinn reið yfir. Mynd: EPA-EFE - EPA
Tuttugu hafa fundist látnir og um eitt hundrað eru slasaðir eftir að jarðskjálfti að stærðinni 6,5 varð á Mólúkkaeyjum í Indónesíu á níunda tímanum í morgun að staðartíma. Fólk flúði út úr húsum sínum í borginni Ambon af ótta við að þau hryndu. Allmargar bygginar skemmdust og að minnsta kosti ein skriða féll. Margir eftirskjálftar fylgdu þeim stóra. Sá stærsti mældist 5,6. Ekki var talin ástæða til að gefa út flóðaviðvörun vegna skjálftans.
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV