Mannskæður mislingafaraldur á Kyrrahafseyjum

17.11.2019 - 08:23
epa07369897 A nurse from township public health department prepares to inject measles and rubella vaccine during a regular vaccinating session in Yangon, Myanmar, 14 February 2019. Myanmar has scheduled supplementary measles immunizations campaign from 17 to 28 February 2019 which will cover about 580,000 children aged between 9 months and 15 years old at seven townships in Yangon where the epidemic of measles breaks out. Myanmar public health department on 13 February 2019 announced that they found out 248 laboratory-confirmed measles cases in Yangon between 01 to 04 February 2019 which is relatively high compared to 646 laboratory-confirmed cases of measles in the whole of 2018.  EPA-EFE/LYNN BO BO
 Mynd: epa
Stjórnvöld á Kyrrahafseyjunni Samóa hafa lýst yfir neyðarástandi vegna nokkurra dauðsfalla, sem talin eru afleiðing mislingafaraldurs á eyríkinu. Öllum skólum hefur verið lokað og leggja yfirvöld sig fram um að koma í veg fyrir allar fjöldasamkomur og mannsöfnuð yfirhöfuð.

Fyrstu dauðsföllin sem rakin voru til mislinga urðu í lok okbóber og lýstu heilbrigðisyfirvöld því þá formlega yfir, að mislingafaraldur hefði brotist út í landinu. Í millitíðinni hafa sex til viðbótar dáið úr mislingum, flest þeirra börn yngri en tveggja ára. Ekkert þeirra var bólusett gegn mislingum.

Mislingafaraldur á fleiri Kyrrahafseyjum

Um 200.000 manns búa á Samóa, sem er langt úti á Kyrrahafi, miðja vegu milli Nýja Sjálands og Hawaii. Á Kyrrahafseynni Tonga hefur einnig verið lýst yfir neyðarástandi vegna mislingafaraldurs sem þar geisar. Þar eru allir skólar og leikskólar lokaðir og verða það til 25. nóvember hið minnsta.

Þá hefur verið gripið til þess ráðs á Bandaríska Samóa, nágrannaeyju Samóa, að hleypa engum inn í landið sem ekki getur sýnt fram á bólusetningu gegn mislingum.

Á Cook-eyjum, þar sem efnahagurinn byggist einkum og aðallega á ferðaþjónustu og þá einkum við ferðaglaða Nýsjálendinga, lýstu stjórnvöld því yfir að túristastraumurinn inn í landið væri einfaldlega of mikill til að gerlegt væri að grípa til sambærilegra aðgerða þar. Því búi menn sig undir hið versta en voni það besta. Liður í undirbúningnum er stórátak í bólusetningu barna.  
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi