Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Mannskæðasta árás í fimm ár í Búrkína Fasó

07.11.2019 - 02:07
Mynd með færslu
 Mynd:
37 létu lífið í árás vígamanna á bílalest námuverkamanna í Búrkína Fasó í gær. Verkamennirnir unnu í námu kanadísks námufyrirtækis í landinu. Árásin er sú mannskæðasta í landinu í fimm ár.

Námurnar eru í eigu kanadíska fyrirtækisins Semafo. AFP fréttastofan hefur eftir þeim að fimm rútur með verkamönnum hafi verið um 40 kílómetrum frá gullnámu í Boungou í Tapoa héraði. Rúturnar voru í fylgd hermanna. Samkvæmt heimildum AFP ók herbíll á sprengjubúnað, og hófst um leið skothríð á tvær rútur með verkamönnum. Auk þeirra sem létu lífið í árásinni slösuðust 60.

Í fyrra var tvisvar ráðist á starfsmenn Boungou námunnar. Alls létu 11 lífið í árásunum. Fyrirtækið ákvað eftir það að vopnaðir verðir fylgdu bílalestum starfsmanna eftir.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV